Viðskipti innlent

Davíð Tómas ráðinn fram­kvæmda­stjóri

Árni Sæberg skrifar
Davíð Tómas er nýr framkvæmdastjóri Moodup.
Davíð Tómas er nýr framkvæmdastjóri Moodup. Moodup

Davíð Tómas Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Moodup. Hann tekur við starfinu af Birni Brynjúlfi Björnssyni, sem var framkvæmdastjóri frá árinu 2021. Davíð hefur þegar hafið störf.

Í tilkynningu frá Moodup segir að Davíð Tómas hafi verið sölu- og fræðslustjóri Moodup síðastliðin þrjú ár. 

Davíð Tómas hefur með fram störfum hjá Moodup verið alþjóðlegur körfuboltadómari um árabil. Áður starfaði Davíð sem Bootcamp þjálfari í Sporthúsinu og hann hefur einnig starfað sem fyrirlesari um andlegt heilbrigði.

Þá gerði hann garðinn frægan sem rappari undir listamannsnafninu Dabbi T á árum áður.

„Ég er fullur tilhlökkunar að taka við rekstri félagsins. Ég hef tekið þátt í uppbyggingu fyrirtækisins allt frá stofnun þess og þekki hvern krók og kima vel. Mannauðsmál á Íslandi hafa verið í mikilli sókn síðustu ár og stjórnendur eru sífellt betur meðvitaðir um mikilvægi þess að starfsfólki líði vel. Ég hef háleit markmið fyrir framtíð félagsins og hlakka til að setja minn svip á stefnu þess,“ er haft eftir Davíð Tómasi.

Moodup er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofnað árið 2021. Moodup mælir starfsánægju fyrir vinnustaði með púlsmælingum – stuttum könnunum sem sendar eru út reglulega til starfsfólks. Yfir 100 vinnustaðir, 2.500 stjórnendur og 40.000 starfsmenn nýta sér þjónustu Moodup.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×